Fólki með sáraristilbólgu er ráðlagt að neyta sama fjölbreytta mataræðis og frísku fólki er ráðlagt. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að fólk með bólgusjúkdóm í þörmum er í aukinni áhættu á að fá beinþynningu. Orsökin fyrir þessu er minnkað frásog D-vítamíns og kalks úr þörmunum, viðvarandi bólgusvörun í líkamanum og tímabundnar meðferðir með barksterum. Meðan meðferð með barksterum stendur yfir, ætti fólk að fá uppbótarmeðferð með kalki og D-vítamíni og í samráði við lækninn, sem sér um meðferðina, ætti að ræða hvort þörf sé á beinþéttnirannsókn.