Fræðsla


 • IBD og næring var gefinn út 2019
  Upplýsingarnar í bæklingum þarf hver og einn að meta út frá sínum eigin aðstæðum, einkennum og sjúkdómsvirkni og vonandi svarar hann einhverjum spurningum um næringu einstaklinga með IBD.
  Skoða

  Þú sérð það ekki utan á mér er almennur fræðslubæklingur CCU samtakanna. Hann miðast við að veita grunn upplýsingar um sjúkdómana og einkenni þeirra. Bæklingum hefur verið dreift á heilsugæslustöðvar, apótek og til meltingar­sérfræðinga sem fyrsti bæklingur afhentur sjúklingum.
  Skoða (vefútgáfa)          Prentútgáfa

  Hvað er í gangi hjá Adam ? Sagan fjallar um unglingsstrákinn Adam sem lendir í ofurhetjuævintýri innan í manns­líkamanum. Medikidz útskýrir á skemmtilegan og auðveldan hátt hvað er að gerast inni í mannslíkamanum hjá einstaklingum með meltingarsjúkdóma.
  Skoða sýnishorn

  Afmælisblað CCU var gefið út 2015 í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Þar er hægt að finna ýmsan fróðleik, m.a. um sögu félagsins, ungliðahópinn, göngu­deild LSH, næringu og ráðgjöf og hefðbundna og nýja meðferðar­möguleika.
  Skoða

  Upplýsingar til einstaklinga með sáraristilbólgu og Crohn's sjúkdóm
  Bæklingurinn var gefinn út 2008 af AstraZeneca. Höfundar eru Kjartan B. Örvar meltingar­sérfræðingur og Kristín Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hér er að finna almennar upplýsingar um sjúk­dómana, einkenni og orsakir, meðferðir og lyf.
  Skoða

  Öðruvísi magaverkir er bæklingur í smásöguformi sem var gefinn út 2014. Hann er byggður á barnabók sem Crohn ja Colitis ry samtökin í Finnlandi gáfu út 2012. Í sögunni fylgjumst við með Önnu og Elíasi. Þau eru bæði með sjúkdóm í meltingarvegi sem ekki er hægt að sjá utan á þeim og við fáum að vita hvað í því felst að vera með sjúkdóm í meltingarveginum.
  Skoða

  Sérð þú hvernig mér líður er fræðslubæklingur um sjúkdómana ætlaður fyrir börn í grunnskóla.  Bæklingurinn var sendur í alla grunnskóla / skólahjúkrunarfræðinga á landinu.
  Skoða
 • Hér má skoða ýmislegt efni tengt CCU, svo sem glærur frá nokkrum fyrirlestrum, auglýsingar, greinar og umfjallanir eða viðtöl sem birst hafa í dagblöðum. 

  Grein eftir Eddu Svavarsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu 19. maí 2023 í tilefni alþjóðlegs IBD dags.
  Skoða
  Grein eftir Eddu Svavarsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu 19. nóvember 2019 í tilefni af alþjóðlegum degi salernisins.
  Skoða
  Umfjöllun um salerniskort CCU og alþjóðlegan IBD dag sem birtist í Morgunblaðinu 21. maí 2019.
  Skoða
  Fræðslufundur CCU – 13.11.2018
  Jóhann Thoroddsen sálfræðingur ræddi um hvernig hægt væri að takast á við það áfall að greinast með langvinnan sjúkdóm.
  Skoða
  Umfjöllun sem birtist á vef Fréttablaðsins 15.10 2018 í tilefni af útgáfu salerniskorts CCU.
  Skoða

  Grein eftir Þuríði Rúrí Valgeirsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu 10. október 2018 í tilefni útgáfu salerniskorts CCU samtakanna.
  Skoða

  Umfjöllun sem birtist í Fréttablaðinu 15.06.2018 sem framhald greinar sem var birt daginn áður.
  Skoða

  Frétt sem birtist í Fréttablaðinu 14.06.2018.
  Skoða

  Umfjöllun í Morgunblaðinu 19.05.2018 í tilefni af alþjóðlegum IBD degi. Viðtal við Eddu formann CCU samtakanna og Margréti Lindquist.
  Skoða

  Grein í Mannlífi sem birtist 19. maí 2018 í tilefni af alþjóðlegum IBD degi.
  Skoða

  Auglýsing frá CCU samtökunum sem birtist í Morgunblaðinu í tilefni alþjóðlegs IBD dags þann 19. mai 2018. Auglýsingin var hluti af vitundarvakningar verkefni CCU til að vekja almenna athygli á sjúkdómunum.
  Skoða

  Auglýsing frá CCU samtökunum sem birtist í Fréttablaðinu í tilefni alþjóðlegs IBD dags þann 19. mai 2018. Auglýsingin var hluti af vitundarvakningar verkefni CCU til að vekja almenna athygli á sjúkdómunum.
  Skoða

  „Í dag klæðumst við fjólubláu“
  Grein eftir Þuríði Rúrí Valgeirsdóttur sem birtist á mbl.is í tilefni alþjóðlega IBD dagsins 19.5.2016.
  Lesa

  Aðalfundur CCU - 27. 01.2015.
  Jóna Björk Viðarsdóttir kynnti niðurstöður úr MS ritgerð sinni um mataræði og næringarástand IBD einstaklinga.
  Lesa (ppt)

  Fræðslufundur CCU - 24.11.2014.
  Mjöll Jónsdóttir ræddi um sálfræði og heilsu.
  Lesa (ppt)

  Frétt sem birtist í Vísi þann 16.12.2011 um Skoska knattspyrnumanninn Darren Fletcher, baráttu hans við Colitis Ulcerosa og stutt viðtal við Eddu formann CCU samtakanna.
  Lesa á Vísir

  Fræðslufundur CCU - 04.11.2010.
  Hrefna Guðmundsdóttir fjallaði um hamingju.
  Lesa (ppt)

  Fræðslufundur CCU - 23.09.2010.
  Halla Heimisdóttir fjallaði um almennt heilbrigði.
  Lesa (pdf)

  Fræðslufundur CCU - 22.03.2010.
  Elsa Bára Traustadóttir flutti erindi um kvíða.
  Lesa (ppt)

  Grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 24.10.2008.
  Rætt er við Kjartan B. Örvar meltingarsérfræðing og Önnu Lind Traustadóttur um bólgusjúkdóma.
  Lesa (pdf)

 • Crohn's & Colitis Diet Guide - Second Edition
  Mjög góð matreiðslubók með aukaupplýsingum, m.a. um sjúkdómana, tilllögur að matseðlum, næringarráðleggingum og fleiri gagnlegum upplýsingum.
  Fáanleg hjá: Amazon.

  Tímarit EFCCA
  EFCCA gefur út veftímarit þrisvar á ári.  Þau innihalda m.a. greinar um sjúkdómana, starfsemi EFCCA, ungliðahópinn og síðast en ekki síðst fréttir af því sem er að gerast hjá aðildarfélögunum út um allan heim.
  Aðgengilegt á vef EFCCA
  The First year Crohn´s Disease and Ulcerative Colitis
  The First year Crohn's Disease and Ulcerative Colitis
  Bókin fjallar um Crohn's og Ulcerative Colitis á fyrsta ári eftir greiningu til aðstoðar sjúklingi og fjölskyldu.
  Fáanleg hjá: Amazon
  How to cook for Crohn’s and Colitis
  How to cook for Crohn’s and Colitis
  Frábær matreiðslubók.
  Fáanleg hjá: Amazon
  Healing foods Cooking for Celiacs, Colitis, Crohn´s and IBS
  Healing foods Cooking for Celiacs, Colitis, Crohn´s and IBS
  Önnur frábær matreiðslubók.
  Fáanleg hjá: Amazon
  Einfaldaðu líf þitt
  Einfaldaðu líf þitt
  Þessi látlausa bók bendir á 100 leiðir til að draga úr streitu og njóta þess sem raunverulega skiptir máli. Góð bók fyrir þá sem vilja fá meira út úr lífinu.
  Fáanleg hjá: Bókatíðindi / Amazon
  1001 leið til að slaka á eftir Susannah Marriott
  1001 leið til að slaka á eftir Susannah Marriott
  M.a. fjallað um hvernig best er að takast á við streitu á vinnustað og heima, auknu álagi á meðgöngu og eftir fæðingu og í samskiptum við ástvin. Lærðu að sigla um lífsins ólgusjó í jafnvægi og fleygðu streitunni fyrir borð!   Fáanleg hjá: Salka.is
  Kynlíf
  Kynlíf
  Bók Jónu Ingibjargar er ætluð almenningi og fagfólki í heilbrigðis- og umönnunarstéttum. Bókin skiptist í 13 kafla og fjallar einn þeirra sérstaklega um heilbrigðisstarfsfólk, hlutverk þess og þjálfun.
  Fáanleg hjá: Kynstur.is
  Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?
  Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?
  Mikilvægt er að gefa börnum frá fyrstu tíð hreinan og óunninn mat og það er mjög einfalt að útbúa hann að sögn Ebbu Guðnýjar. Hún fer yfir undirstöðuatriði í mataræði barna fyrsta árið og hvernig má halda áfram að venja þau á næringarríkan og hollan mat. 
  Fáanleg hjá: Forlaginu
  Bakað úr spelti
  Bakað úr spelti
  Bókin hefur verið gefin út á öllum Norðurlöndunum og fengið mikið lof. Spelt er ævaforn hveititegund sem hæfir nútímafólki og má nota í stað venjulegs hveitis. Speltið hefur meira næringargildi, er bragðbetra, hentar vel til lífrænnar ræktunar og fyrir fólk með hveitióþol.    Fáanleg hjá: Forlaginu
  Mataræði - Handbók um hollustu
  Mataræði - Handbók um hollustu
  Bókin Mataræði - handbók um hollustu er gagnlegt leiðbeiningarrit sem inniheldur mikinn fróðleik um innihaldsefni og samsetningu fæðunnar og hvernig hún hefur breyst í tímans rás.
  Fáanleg hjá: Salka.is