CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin

Orsakir eru margþættar. Sjúkdómurinn kemur fram hjá fólki með meðfædda erfðafræðilega tilhneigingu til að fá sjúkdóminn. Þetta fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir því að umhverfisþættir leysi úr læðingi óhagstæða virkni ónæmiskerfisins, en ekki er ennþá vitað nákvæmlega hver orsökin fyrir sjúkdómnum er.