
Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa
- Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
- Leggst alltaf á endaþarm og mislangt upp ristil
- Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
- Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
Verður 12. febrúar
Næsti fræðslufundur CCU verður þriðjudagskvöldið 25. september. Meltingarsérfræðingarnir Lóa Guðrún Davíðsdóttir og Sif Ormarsdóttir ætla að fjalla um nýjungar í eftirliti bólgusjúkdóma á Íslandi. Fundurinn verður sem fyrr í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20:00. Best er að koma að húsinu að ofanverðu, frá Bæjarbrautinni. Eitthvað létt og ljúft verður á boðstólum og vonumst við til að sjá sem flesta.
Reykjavíkurmaraþonið fer fram eftir rúma viku og í dag eru 9 manns búnir að skrá sig á listann til styrktar CCU. Öllum sem hlaupa fyrir samtökin stendur til boða að fá bol merktan CCU til að hlaupa í. Best er að hafa samband á fésbókarsíðu CCU eða senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og fá sendan bol. Kæru hlauparar, bestu þakkir fyrir stuðninginn og gangi ykkur súper vel :-)