CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

11. apríl 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Komið er út nýtt EFCCA tímarit þar sem farið er í meðal annars hvað er að gerast í nokkrum af aðildafélögum EFCCA. Lítillega er rætt um IBD daginn sem er 19.maí og hvað nokkur aðildafélög ætla að gera í tilefni dagsins en í ár er markmiðið að lýsa einhverja þekkta staði eða byggingar í fjólubláum lit (Hafmeyjan í Kaupmannahöfn, Niagara fossar í Bandaríkjunum og fleira). Rætt er um þá breytingu sem verður þegar sjúklingur fer úr því að vera barn í heilbrigðiskerfinu og yfir í að fara í fullorðins heilbrigðiskerfið, farið yfir mögulega ný meðferðarúrræði fyrir sjúklinga og fleira.