Fræðslufundur CCU 28. apríl 2022 - Streita og kulnun

Fyrirlesari á næsta fræðslufundi hjá okkur verður Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur, betur þekkt sem Ragga nagli. Hún ætlar að fara yfir streitufræðina útfrá hugrænni atferlismeðferð, jákvæðri sálfræði, núvitund (mindfulness) og öndun.

Hvaða áhrif hefur langvarandi streita á andlega og líkamlega heilsu?
Hvernig við getum styrkt grunnstoðir góðrar heilsu og mikilvægi þeirra til að koma í veg fyrir og stjórna streitu?
Hvaða viðurkenndar aðferðir róa miðtaugakerfið og koma okkur úr streituástandi yfir í rólega kerfið?

Fyrirlesturinn verður sem fyrr í sal Vistor Hörgatúni 2, Garðabæ (gengið inn frá Bæjarbrautinni) og hefst kl. 20:00.