• Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fundur CCU

Verður 8. október 2020

Viltu gerast félagi?

Smelltu hér

Nýjasta fréttabréfið

September 2020

Líkaðu við okkur

Fræðslufundur á Akureyri

Næsti fræðslufundur CCU verður á Akureyri fimmtudagskvöldið 1. febrúar. Fundurinn verður í sal Krabbameinsfélagsins, Glerárgötu 24 og hefst kl. 20:00. Fyrirlesari er Anna Lind Traustadóttir meistaranemi í næringarfræði.  Eitthvað létt og gott verður í boði og við vonumst til að sjá sem flesta sem búa á Akureyri og nágrenni.

Slökun og jóga

Næsti fræðslufundur verður þriðjudagskvöldið 7. nóvember. Að þessu sinni er það Guðrún Darshan, hómópati og kundalini jógakennari sem ætlar að koma til okkar.  Hún mun m.a. miðla af visku sinni hvernig djúpslökun, öndun og hugleiðsla getur hjálpað okkur í amstri dagsins.  Kundalini jóga kemur jafnvægi á innkirtlakerfið, taugakerfið og ónæmiskerfið auk þess að styrkja huga og líkama.  Það kennir okkur að eiga nærandi samband við okkar innri mann.  Fundurinn er í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabær og hefst kl. 20:00

Jógafæði

Næsti fræðslufundur hjá okkur verður miðvikudagskvöldið 27. september og hefst kl. 20:00.

Þorbjörg Hafsteinsdóttir er hjúkrunarfræðingur, næringarþerapisti og markþjálfi. Síðustu 17 ár hefur hún sótt fræðslu og endurmenntun í hagnýtri lækningarfræði og -næringu hjá “Institute for Functional Medicine” i USA. Hún sótti einnig nám í endurmenntun Háskóla íslands árið 2014 í “Cognitive Behavior Therapy and mindfullness” og sama ár útskrifaðist hún sem yogakennari frá Yoga Shala Reykjavík.

Hún hefur skrifað heilsu- og næringarbækur sem miða m.a. að því að tengja saman mataræði, heilsu, heilbrigði og geðheilsu þannig að við eigum örugglega von á fróðlegum fyrirlestri.

Fundurinn er í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ. Að venju verður kaffi á könnunni og eitthvað létt og gott með. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Fjólublár Maí - 19. maí er alþjóðlegur IBD dagur

Takið þátt í 19. maí með okkur en hann er alþjóðlegi IBD dagurinn.  Til að halda upp á daginn og vekja um leið athygli almennings á hvað hann stendur fyrir viljum við hvetja alla til að taka þátt í verkefninu "Fjólublár Maí".  Skráning fer fram á fésbókarsíðunni okkar.  Við sendum ykkur slaufur, þið límið þær á áberandi staði, takið mynd, setjið á netið og merkið með         #ibddayiceland  og  #worldibdday 

Ætlar þú að vera með ?

 

 

Fræðslufundur 6. apríl

Næsti fræðslufundur verður fimmtudagskvöldið 6. apríl og er sameiginlegur með Stómasamtökunum. Birna Ásbjörnsdóttir sem er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá University of Surrey í Bretlandi, kemur til okkar og mun fjalla um örveruflóru þamanna í tengslum við bólgusjúkdóma. Rannsóknir hafa leitt í ljós að ákveðnir genaþættir, umhverfisþættir og röskun á örveruflóru þarmanna hafa áhrif á ónæmiskerfið og þar með þróun sjálfsónæmissjúkdóma og langvinnar bólgu í þörmum. Birna mun fara yfir hvað getur raskað þarmaflórunni og hvað er hægt að gera til að stykja og efla hana og þar með ónæmiskerfið.

Fundurinn hefst kl. 20.00 og verður í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð, 1. hæð til hægri. Kaffi verður á könnunni og allir eru velkomnir.

More Articles ...