CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin

Næsti fræðslufundur CCU

Verður í september

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Næsti fræðslufundur verður fimmtudagskvöldið 5. apríl og er sameiginlegur með Stómasamtökunum.  Fyrirlesari verður Pálmar Ragnarsson íþróttaþjálfi.  Hann er meðal annars með BS í sálfræði og ætlar að vera með fyrirlestur um jákvæð samskipti og að setja sér markmið.  Einnig ætlar hann að tala um hvernig við getum reynt að takast á við erfiðleika með jákvæðu hugarfari.  Það getur oft á tíðum reynst erfitt þegar verið er að glíma við langvinna sjúkdóma.  Fundurinn verður í sal Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíðinni, 1. hæð og hefst kl. 20:00.  Kaffi verður á könnunni og eitthvað gott með.  Vonumst til að sjá sem flesta :-)