CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

3. október 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Fæða og ráðleggingar fyrir úthreinsun.
  • Takmarka trefjaneyslu nokkrum dögum fyrir úthreinsun
  • Vera dugleg að drekka vökva og hreyfa sig aðeins til að flýta fyrir hreinsun (t.d. rölta um heimilið - ekki of langt frá WC ☺ )
  • Mikilvægt að drekka líka vökva með sykri og söltum, ekki bara vatn
  • Fljótandi tær vökvi ( ljós og trefjalaus ) eins og t.d. eplasafi, gos, gatorade, aquarius, te, svart kaffi
  • Frostpinnar án súkkulaðis, jello, ávaxtahlaup, brjóstsykur, sleikjó
  • Það mæla ekki allir með neyslu á súpu eða soði fyrir ristilspeglun þannig að talaðu við þinn lækni um frekari upplýsingar fyrir úthreinsun.