CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

3. október 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Næsti fræðslufundur CCU verður fimmtudagskvöldið 6. október. Að þessu sinni ætlum við að vera með fyrirspurnarfund og erum búin að fá nokkrar kjarnakonur til að taka þátt: Anna Lind Traustadóttir næringarfræðingur, Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi hjá ÖBÍ og svo mæta annaðhvort eða báðar Anna Soffía Guðmundsdóttir sérfræðingur í hjúkrun einstaklinga með meltingarsjúkdóma og Margrét Marín Arnardóttir hjúkrunarfræðingur.

Fundurinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20:00. Við stefnum á að vera bæði á Zoom og senda út í umræðuhópnum en það væri frábært að sjá sem flesta í sal :-)