Hnetusmjörs smákökur

1 bolli (lífrænt) hnetusmjör
1/2 bolli smjör – mjúkt
1/2 bolli sykur
1/2 bolli púðursykur
1 stórt egg
1 1/4 bollar hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/2 matarsódi
1/4 salt

Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman hnetusmjörinu, smjörinu, 1/2 bolla af sykri, púðursykri og egginu í skál með handþeytara.
Bætið við hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti. Hrærið saman. Mótið deigið í litlar kúlur og setjið á bökunarplötu. Dýfið gaffli í sykur og notið hann til að fletja út kökurnar. Bakið í 8-10 mínutur.