CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin

Næsti fræðslufundur CCU

Verður í september

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Nú er komið að því að ungliðahópur CCU samtakanna fari í gang aftur eftir sumarfrí.

Við ætlum að byrja veturinn á að fara í keilu í Egilshöll miðvikudaginn 28.september. Við byrjum kvöldið kl 19:00 á að borða saman á Shake & pizza í Egilshöll og ætlum við svo að skella okkur í keilu á eftir. Við bendum á að bæði maturinn og keilan eru meðlimum ungliðahópsins að kostnaðarlausu.

Vonumst til að sjá sem flesta! Og munið, það þarf ekki að vera meistari í keilu til að mæta, bara mæta og hafa gaman.

Þið getið fundið hópinn með því að leita á facebook að “ungliðahópur CCU” og er öllum á aldrinum 16-30 ára með Colitis Ulcerosa eða Crohn’s velkomið að vera með í hópnum, taka þátt í umræðum þar og mæta á fundi.