CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

3. október 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

græja afhentCCU samtökin voru stofnuð 26.október 1995 og eiga 25 ára afmæli í dag. Vegna Covid varð stjórnin að fresta fyrirhuguðu afmælismálþingi um óákveðinn tíma en langaði samt að gera eitthvað í tilefni dagsins. Niðurstaðan varð sú að gefa meltingardeild Landspítalans æðaskannaljós sem við höfðum frétt að væri ofarlega á óskalista Önnu Soffíu og meltingarteymisins. Stundum getur verið erfitt að finna æðar og tækið sýnir einfaldlega hvar þær eru og hvar er best að stinga.  Elísabet Sverrisdóttir og Edda Svavarsdóttir afhentu tækið fyrir hönd CCU samtakanna og Anna Soffía Guðmundsdóttir, Aðalbjörg Ólafsdóttir og Kristín Jónsdóttir hjúkrunarfræðingar og Guðmundur Ragnarsson meltingarsérfræðingur tóku á móti fyrir hönd meltingardeildar 10E á Landspítalanum.