CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
 • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
  • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

  • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
  • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
  • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
  • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
 • Helstu markmið CCU samtakanna

  • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
  • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
  • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
  • Að starf samtakanna nái um land allt
 • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

  Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
  sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

Tilkynnt síðar

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Nú er komið að aðalfundi CCU sem verður fimmtudagskvöldið 16. febrúar. Eftir hefðbundna aðalfundardagskrá ætlar Anna Sigríður Jökulsdóttir sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni að vera með stuttan fyrirlestur.  Hennar áhugasvið í meðferð er vanlíðan í tengslum við heilsufarsvanda, álag, kulnun og streitu. Fundurinn verður í sal Vistor Hörgatúni 2 og hefst kl. 20:00.  Boðið verður upp á ljúfar veitingar og við hlökkum til að sjá ykkur.