Aðalfundur CCU 10. febrúar 2026
Þriðjudagskvöldið 10. febrúar mun aðalfundur CCU fara fram og samkvæmt lögum félagsins eru hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá. Að þeim loknum mun Ásgeir Theodórs meltingarsérfræðingur verða með létt spjall um stofnun CCU. Boðið verður upp á veitingar og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að mæta í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ. Fundurinn hefst kl. 19:30 og gengið er inn í húsið frá Bæjarbrautinni.


