Einföld grænmetissúpa

800 – 1000 ml vatn
1 dl kókosmjólk
2 msk grænmetiskraftur
1 tsk red curry paste
1/2 – 1 tsk karry deluxe
1/2 – 1 tsk karry madras
Hvítlaukur og engiferrót
Grænmeti að eigin vali t.d.
Gulrætur
Sætar kartöflur
Venjulegar kartöflur
Brokkolí og paprika

Einnig er mjög gott að setja avocado og púrrulauk.
Grænmetið er skorið niður í bita og allt hráefnið sett í pott. Látið sjóða í 10 min og maukið svo með töfrasprota.