Minnum á aðalfund CCU sem verður á morgun þriðjudag, þann 11.febrúar. Fundurinn verður í sal Vistor að Hörgatúni 2 í Garðabæ og hefst kl. 20.00. Eftir fund kemur Birna Huld Helgadóttir til okkar og kynnir soja brauðgrunn sem hún notar á ýmsa máta, Meðal annars bakar hún vöfflur á staðnum, gefur okkur að smakka á mismunandi brauðgerðum, kexi , sykurlausum sultum og þeir sem vilja geta fengið uppskriftir. Upplagt fyrir þá sem vilja forðast hveiti, sykur og ger.
Hlökkum til að sjá ykkur!