CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin

Næsti fræðslufundur CCU

Verður í september

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Hvetjum alla til að taka þátt í 1. maí kröfugöngu Öryrkjabandalagsins. Slagorðið í ár er „Atvinna fyrir alla“ og verður dreift nokkur þúsund höfuðbuffum líkt og í fyrra.

Auk þess verður safnað undirskriftum þar sem skorað er á stjórnvöld að lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Undirskriftunum verður meðal annars safnað á þar til gerða miða sem festir verða á hvert buff.  Krafan um atvinnu fyrir alla er meðal annars tilkomin vegna þess að á síðustu mánuðum hefur það sýnt sig að atvinnulífið er ekkert sérstaklega opið fyrir því að ráða fólk með skerta starfsgetu í vinnu. Gangan hefst kl. 13:30 frá Hlemmi en einnig er hægt að mæta í gönguna á Lækjartorgi eða hitta okkur á Ingólfstorgi.   Sýnum samstöðu og mætum öll !

Ef einhver vill aðstoða við dreifingu buffa og halda utan um gönguna er áætlað að hittast á skrifstofu ÖBÍ Sigtúni 42 kl. 11:30.  Súpa og brauð verður í boði til að stilla saman strengi og safna orku. Skrá þarf þátttöku í súpu til:  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Miðað er við að vera komin á Hlemm kl. 13:00 til að dreifa buffum.