CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

3. október 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Hjálmar S. Ásbjörnsson er félagi í CCU samtökunum og er sem stendur að læra kennsluþjálfun í núvitund í samstarfi með Núvitundarsetrinu og Bangor háskóla í Wales. Sem hluta af náminu býður hann 8 til 15 félögum CCU að taka þátt í einu námskeiði þeim að kostnaðarlausu.  Þátttakendur frá hefti em inniheldur upplýsingar um námskeiðið, fræðslu og verkefni.

Núvitund og streituminnkun (MBSR) er 8 vikna námskeið þar sem þátttakendur læra og þjálfa sig í aðferðum núvitundar og hvernig hægt er að innleiða nálgunina í daglegt líf. Þeim er jafnframt boðið að skoða hvernig aðferðirnar geta dregið úr vanlíðan og leitt til aukinnar vellíðunar. Áhersla er lögð á reynslunám þar sem þátttakendur fá tækifæri til að „finna á egin skinni“ það sem námskeiðið er að kenna og eru notaðar bæði formlegar og óformlegar núvitundaræfingar til þess. 

Námskeiðið nýtist þeim sem hafa áhuga á að gefa sér tíma til að skoða eigin upplifanir og viðbrögð og hvernig hægt er að bregðast við erfiðri líðan og streitu á hjálplegan hátt.

Kynningarfundur verður haldinn í Batamiðstöðinni fyrir aftan Kleppspítala fimmtudaginn 24. september klukkan 19:30 og námskeiðið hefst fimmtudaginn 1.október á sama stað og er hver tími frá 19-21.

Hægt er að skrá sig með því að senda nafn og símanúmer á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og skilyrði fyrir þátttöku er að vera félagi í CCU samtökunum.