Safaríkur lax

1 meðalstórt laxaflak
Salt eftir smekk
Pipar (má sleppa)
300 gr rækjur
1 dós kræklingur

Hrærð sósa:
3 msk sýrður rjómi
3 msk majones
2 tsk sinnep
1/2 til 1 peli rjómi

Smyrjið eldfast mót, leggið flakið í og saltið létt yfir. Látið laxinn bíða í 2 tíma. Hitið ofninn í 180° og bakið laxinn í 15 min.
Hellið næstum allri sósunni yfir laxinn og restinni í lítið eldfast fat. Blandið saman þiðnum rækjum og kræklingnum í fatið, hrærið í og bakið allt í 10 til 15 min í viðbót.

Þar sem ekki allir þola skelfiskinn er gott að hafa hann sér og þeir sem vilja geta sett blönduna út á laxinn.

Berið fram með fersku salati og hvítlauksbrauði.