CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

3. október 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Stjórnin hefur hafið störf að nýju eftir sumarfrí.

Ákveðið hefur verið að í vetur verða haldnir fjórir fræðslufundir.
Áætlað er að halda þá í september, nóvember, febrúar og apríl/maí.
Við munum setja upplýsingar um fræðslufundina hér á heimasíðuna.

Heimasíðan hjá CCU hefur fengið góða upplyftingu og nú í dag var að bætast við bókalisti undir Fræðsluefni. Þar ætlum við að benda á bækur sem gætu verið áhugaverðar fyrir félagsmenn. Ef ykkur finnst að eitthvað mætti betur fara á heimasíðunni okkar eða mætti bæta við, endilega hafið þá samband við okkur. Allar ábendingar eru vel þegnar.

Við viljum einnig benda á að nú í september verða sendir út greiðsluseðlar vegna félagsgjalda.