CCU samtökin standa fyrir vitundarvakningu á Facebook frá 1. til 19. maí sem er alþjóðlegur IBD dagur. CCU er aðildarfélag að EFCCA, en það eru regnhlífasamtök 46 samtaka um allan heim sem taka þátt í að vekja athygli á sjúkdómunum með ýmsu móti. Talið er að yfir 10 milljón manns í heiminum, þar af um 3,4 milljónir í Evrópu, séu annaðhvort með Crohns sjúkdóm eða Sáraristilbólgu, oft nefndir IBD.
Í ár viljum við vekja athygli á því, að það á ekki að vera neitt feimnismál að tala um sjúkdómana eða það sem þeim fylgir, þó þeir tengist þörmum, klósettferðum og kúk ! Það er afskaplega mikilvægt að eyða öllum fordómum og sérstaklega gagnvart umræðu um einkenni sem geta valdið því að fólk skammist sín, segi ekki frá og leiti sér ekki aðstoðar. Með þessari vitundarvakningu vonumst við til að opna meira fyrir jákvæða umræðu með upplýstara samfélagi. 💜




Til að styðja enn frekar við þátttakendur er öllum boðið að prófa frían öndunartíma „Anda með Andra“ í stúdíóinu hjá þeim í Rauðagerði 25.
Rannsóknir benda til þess að reglulegar öndunaræfingar og kuldaþjálfun geti dregið úr langvinnri bólgu, styrkt ónæmiskerfið og stuðlað að betri líðan. Fyrirlesturinn veitir hagnýta og aðgengilega innsýn í þessar aðferðir, sem geta verið gagnlegar fyrir þá sem glíma við langvinna sjúkdóma.
Fundurinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og gengið er inn frá Bæjarbrautinni. Við verðum “live” í umræðuhópnum og hlökkum til að sjá þá sem geta mætt í salinn.
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi síðasta árs
2. Yfirfarnir reikningar lagðir fram til samþykktar
3. Tillaga stjórnar um starfsemi næsta árs
4. Kosning stjórnar
5. Kosning varamanna
6. Kosning skoðunarmanna reikninga
7. Tillögur sem hafa borist
8. Ákvörðun félagsgjalds
10. Önnur mál
Fundurinn verður auglýstur nánar er nær dregur.
Stjórnin.
„Að ná aftur heilsu eftir áföll eða veikindi er langhlaup, það gerist ekki á einni nóttu en með þekkingu, þjálfum og þolinmæði er hægt að ná ótrúlega miklum árangri. Það getur krafist hugrekkis að hefjast handa og að fara út fyrir þægindarammann en árangurinn sem af því getur hlotist er sannarlega þess virði“ segir Eva.
Fundurinn hefst kl. 20:00 og verður í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, 1.hæð til hægri. Kaffi verður á könnunni og meðlæti eftir fund. Við verðum einnig live í umræðuhópnum en vonumst til að sjá sem flesta í salnum.