CCU - Crohn’s og Colitis Ulcerosa samtökin
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

3. október 2024

Nýjasta fréttabréfið

Líkaðu við okkur

Jóna Björk Viðarsdóttir mun verja MS ritgerð sína þriðjudaginn 2.sept kl. 14:00 í Eirbergi, (stofa 203C) við Eiríksgötu. Ritgerðin heitir: Neysla og næringarástand einstaklinga með bólgusjúkdóma í meltingarvegi. Markmiðið með rannsókninni var að:

  1. Kanna mataræði og næringarástand IBD sjúklinga á Íslandi
  2. Kanna hvaða fæðutegundir eru tengdar sjúkdómsvirkni
  3. Kanna hvort neysla/takmörkun á ákveðnum fæðutegundum hefði áhrif á næringarástand.

Leiðbeinandi er Alfons Ramel, PhD og prófdómari er Jón Örvar Kristjánsson, lyflækningar og meltingarsjúkdómar.

Jóna býður alla velkomna á fyrirlesturinn.