New York brauð

Bakað í stálpotti / keramikpotti með loki. Ekta ítalskt matbrauð sem er mjög gott með súpu. Þetta brauð á að hnoða sem minnst, rétt hrista það saman, toga það til og forma í kúlu. Annars verður það of þétt í sér.

2 bollar fínt spelt
1 bolli gróft spelt
(eða 3 bollar prótenríkt hveiti)
1 tsk þurrger
1 tsk salt
1 til 2 bollar ylvolgt vatn

Hveitiklíð til að stá yfir. Öll þurrefni eru sett í skál og hrærð létt saman. Vatni bætt við og hrært lauslega þannig að deigið sé blautt. Setjið plastfilmu yfir og látið hefast a.m.k. í 12 tíma við stofuhita (mjög gott að búa til
deigið að kveldi og baka að morgni) Ofninn er hitaður í 250°C og stálpottur með lok i settur inn og funhitaður. Stráið hveitiklíði á borð og togið deigið út á fjóra kanta. Brjótið innávið þannig að það mótist í kúlu. Veltið lauslega
upp úr hveitiklíði. Takið pottinn út, stráið hveitiklíði í botninn og skutlið brauðinu ofan í. Stráið meira hveitiklíði yfir ef þörf þykir. Lokið pottinum og setjið inn í ofninn. Lækkið hitann í 200°C og bakið með lokinu á í 20 min. Fjarlægið lokið og bakið áfram í 10 min eða þar til það er gullið. Látið brauðið kólna aðeins áður en það er skorið.