Elsa Bára Traustadóttir hélt fyrir okkur góðan fyrirlestur í mars síðastliðum. Hér má nálgast glærur hennar.
Hvað er kvíði, Hvað er til ráða !
Elsa Bára Traustadóttir sálfræðingur ætlar að fjalla um kvíða og kvíðaröskun, hvernig kvíði þróast og hvað sé hjálplegt að gera til að takast á við kvíða sem kemur í kjölfar veikinda. Elsa Bára mun taka við spurningum í lokin, svo reikna má með að fundurinn verði í ca 1 1/2 klukkustund.
Fræðslufundurinn hefst kl 20:00 og er haldinn í sal Vistor Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, gengið er inn um aðaldyr hússins.
Þann 8. mars síðastliðinn tók mennta- og menningarmálaráðherra við nýjum bæklingi CCU samtakanna “Sérðu hvernig mér líður ?”. Bæklingurinn er ætlaður sem fræðslurit fyrir skóla og er ætlunin að dreifa honum sem fyrst í alla skóla landsins.
Við í stjórn CCU-samtakanna viljum hvetja félagsmenn og aðra einstaklinga með IBD til að taka þátt í áhrifskönnun Efcca. Könnunin mun veita Efcca og 25 aðlidarfélögum þess, mikilvægar upplýsingar um áhrif IBD á daglegt líf fólks. Þekkingu sem hægt er að nota til að vekja alþjóðlega athygli á IBD og til að þrýsta á betri meðferðarúrræði. Athugið að könnunin er nafnlaus og ekki hægt rekja svörin. Frekari upplýsingar um starf Efcca er að finna á tengli á heimasíðu CCU-samtakanna
Stómasamtök Íslands halda félagsfund þann 3. febrúar næstkomandi. Á fundinum mun Geirþrúður Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur og sölustjóri hjá Icepharma kynna niðurstöður úr samnorrænni könnum um lífsgæði stómaþega. Það var svo mikil þátttaka hjá okkur í könnuninni að við fengum sér íslenskar niðurstöður og ætlar Geirþrúður að kynna þær á fundinum. Félagsmönnum CCU er boðið á fundinn og verður hann haldinn í Skógarhlíð 8 kl 20:00. Sams konar fundur verður síðan á Akureyri þann 13. Febrúar og byrjar kl. 14:00.
CCU samtökin hafa gefið út nýjan fræðslubækling sem heitir Sérð þú hvernig mér liður ?. Bæklingurinn er upplýsingarit fyrir skóla um bólgusjúkdóma. Ætlunin er að dreifa honum í alla skóla sem fyrst. Hægt er að skoða bæklinginn hér: Sérð þú hvernig mér líður ? og einnig undir fræðsluefni.
Hrefna Guðmundsdóttir hélt fyrirlestur um hamingjuna þann 4.nóvember síðastliðinn. Hægt er að finna fyrirlestur hennar á pdf formi undir Fræðsluefni.
Næsti fræðslufundur verður haldinn fimmtudagskvöldið 4.nóvember með Stómasamtökunum. Fyrirlesari er Hrefna Guðmundsdóttir félagssálfræðingur. Hún mun fjalla um hamingjuna, að eiga hamingjuríkt líf þrátt fyrir sjúkdóma og vandamál. Hrefna hefur verið að rannsaka hamingjusálfræði í langan tíma og getur vonandi gefið okkur uppskrift að hamingjuríku lífi. Fundurinn verður haldinn í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, gengið inn og til hægri. Húsið opnar kl. 19:30 og fyrirlesturinn hefst kl. 20:00. Léttar veitingar verða í boði og vonumst við til að sjá sem flesta.
Stómasamtök Íslands verða 30 ára þann 16. október 2010. Af því tilefni bjóða samtökin upp á léttar veitingar á afmælisdaginn milli kl. 15 og 18 í húsi Krabbameinsfélags Íslands í Skógarhlíð 8 í Reykjavík.
Allir velkomnir.