• Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa
  • Sáraristilbólga - Colitis Ulcerosa

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Kemur fram í ristli og / eða endaþarmi
    • Einkenni eru m.a. blóðugur niðurgangur og verkir
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Svæðisgarnabólga - Crohn's sjúkdómur

    • Langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum
    • Algengastur í neðsta hluta smáþarma
    • Greinist yfirleitt í ungum einstaklingum
    • Orsakir eru óþekktar og oftast er meðhöndlað með lyfjum
  • Helstu markmið CCU samtakanna

    • Stuðningur við nýgreinda einstaklinga
    • Stuðla að aukinni almennri þekkingu um sjúkdómana
    • Stuðla að útgáfu og þýðingu á fræðsluefni
    • Að starf samtakanna nái um land allt
  • CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995

    Samtökin eru hagsmunasamtök fólks með Svæðisgarnabólgu - Crohn's
    sjúkdóm og Sáraristilbólgu - Colitis Ulcerosa

Næsti fræðslufundur CCU

18. apríl 2023

Viltu gerast félagi?

Smelltu hér

Nýjasta fréttabréfið

Janúar 2023

Líkaðu við okkur

Fjólublár maí - Þú sérð það ekki utan á mér !

CCU samtökin eru aðildarfélag að EFCCA sem eru Evrópsk regnhlífarsamtök fjölmargra Crohn´s og Colitis Ulcerosa samtaka víðsvegar um heiminn. www.efcca.org. Öll þessi félög og fleiri til taka þátt í að vekja athygli á sjúkdómunum og 19. maí er alþjóðlegur IBD dagur.  Okkar þátttaka felst í vitundarvakningarherferð undir slagorðinu "Þú sérð það ekki utan á mér"  Frá 1. til 19 . maí birtast póstar á fésbókinni og instagram með setningum sem koma frá félagsmönnum CCU.  Þær lýsa á einn eða annan hátt þeim veruleika eða aðstæðum sem sumir búa við eða hafa lent í.  Allir vita að sjúkdómarnir eru mjög einstaklingsbundnir og þess vegna eru setningarnar alls ekki lýsandi fyrir alla, en þær lýsa engu að síður aðstæðum sem margir glíma við.

Náðu árangri !

Næsti fræðslufundur CCU verður fimmtudagskvöldið 4. apríl og er sameiginlegur með Stómasamtökunum.  Að þessu sinni verður fyrirlesari Bjartur Guðmundsson leikari og árangursþjálfi. Hann býður upp á skemmtilega og óvenjulega árangursþjálfun fyrir alla sem vilja öðlast hámarks aðgengi að getu sinni og hæfileikum á hvaða sviði sem er.  Fundurinn verður í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíðinni, 1.hæð til hægri og hefst kl. 20:00.  

Aðalfundur CCU 2019

Aðalfundur CCU verður haldinn þriðjudagskvöldið 12. febrúar.  Hann verður í sal Vistor, Hörgatúni 2, Garðabæ og hefst kl. 20:00.  Fundurinn er nánar auglýstur í janúar fréttabréfi samtakanna.

Að takast á við langvinnan sjúkdóm

Næsti fræðslufundur verður þriðjudagskvöldið 13. nóvember og fyrirlesari verður sálfræðingurinn Jóhann Thoroddsen. Hann lauk B.S. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands 1977, Cand. Psych. frá Gautaborgarháskóla í Svíþjóð 1982 og tveggja ára námi í hugrænni atferlismeðferð 2008.  Hann ætlar að tala um hvað getur gerst þegar við fáum þær fréttir að vera komin með langvinnan sjúkdóm. Hver verða viðbrögðin og hvernig er hægt að takast á við þau. Getum við náð sátt og lært að lifa með sjúkdómnum og hvaða áhrif getur þetta haft á fjölskyldu og vini. Fundurinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst klukkan 20:00.

Salerniskort CCU

CCU samtökin hafa nýlega gefið út salerniskort sem er hugsað til þess að auðvelda félagsmönnum beiðni um aðgang að salerni í neyðartilvikum.  Framhlið kortsins sem sést hér til hliðar er auðvitað á íslensku en bakhlið kortsins er á ensku, bæði til að það nýtist erlendis og einnig er margt erlent starfsfólk í verslun og þjónustu.  Nokkrir aðilar komu að hönnun kortsins, Lóa Dís Finnsdóttir vann talsverða hönnunarvinnu og teiknaði m.a magakrassið á kortinu, en það ásamt slagorði samtakanna "Þú sérð það ekki utan á mér" er líka á stuttermabolum CCU.  Natasa Revekka Theodosiou, Deputy President of Cyprus Crohn´s and Colitis Association hannaði fjólubláa lógóið á bakhliðinni.  Kortið er ætlað einstaklingum með bólgusjúkdóma í meltingarvegi og nauðsynlegt er að vera félagi í CCU samtökunum til að fá kortið sent. Kynningar standa yfir og stjórnin hefur bara fengið jákvæð viðbrögð hingað til.  Vonumst við til þess að allir aðilar í verslun og þjónustu sýni skilning og leyfi kortköfum að nota salerni í neyðartilvikum.

More Articles ...