Það er stutt á milli funda hjá okkur núna og fyrsti fræðslufundur CCU utan höfuðborgarsvæðisins verður á Ísafirði fimmtudagskvöldið 22. september kl. 20:00 í grunnskólanum.
Anna Lind Traustadóttir meistaranemi í næringarfræði mun fjalla um hvernig mataræði gæti hentað Crohn´s og Colitis Ulcerosa sjúklingum. Algengt er að einstaklingar breyti mataræði sínu við greiningu og þegar sjúkdómsástand versnar. Þessar breytingar eru oftast í höndum sjúklinganna sjálfra þar sem mjög einstaklingsbundið er hvað hentar hverjum og einum. Þrátt fyrir að ekkert eitt mataræði henti öllum eru almenn atriði sem virðast hjálpa til þegar einkenni aukast. Markmiðið er að bæta þær næringarráðleggingar sem til eru fyrir þennan hóp. Sjúklingar fengju þá betri hugmynd um hvaða breytingar er hægt að gera til að bæta líðan og hvaða þætti er sérstaklega vert að hafa í huga s.s. einstök næringarefni, vítamín og steinefni.
Allir eru velkomnir og ef þið þekkið einhverja á Ísafirði eða í nágrenni sem gætu haft áhuga á þessu málefni, endilega látið þá vita af fundinum.
Næsti fræðslufundur verður miðvikudagskvöldið 21.september. Guðni Gunnarssons Lífsráðgjafi ætlar að fjalla um hversu einfalt er að gera breytingar á lífi sínu og tilvist þegar maður er tilbúinn að taka ábyrgð á lífi sínu. Á afar innihaldsríkan en skýran hátt leiðir hann þátttakendur gegnum sjö skrefa umgjörð sem umbyltir lífi allra sem fylgja henni með krafti og vilja í verki.
Fundurinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20:00. Allir velkomnir.
CCU samtökin þakka kærlega öllum þeim sem styrktu félagið í Reykjavíkurmaraþoninu síðasta laugardag. 18 manns hlupu og 133 áheit bárust sem gera samtals 310.000 krónur.
Frábært framtak og við erum ofboðslega þakklát fyrir stuðninginn.
Nú styttist óðum í Reykjavíkurmaraþonið og það eru níu einstaklingar búnir að skrá sig til leiks fyrir CCU samtökin.
Fjólubláir bolir merktir CCU standa ykkur til boða og best er að senda póst á
Okkur í stjórninni finnst alltaf jafn frábært að fá þennan styrk og stuðning frá hlaupurum og stuðningsfólki og ekki síst fyrir það að vekja athygli á samtökunum og stuðla með því að almennri vitund um sjúkdómana.
Þökkum við kærlega fyrir stuðninginn og gangi ykkur vel!
Búið er að ákveða næsta hitting ungliðahópsins og verður hann haldinn miðvikudaginn 25. maí kl. 20 og verður þá gert eitthvað sem hópurinn hefur ekki áður gert, en það er að skella sér í bogfimi í Bogfimisetrinu. Sá hittingur verður sá síðasti fyrir sumarfrí og vonumst við því til að sjá sem flesta þar. Hægt verður að nálgast nánari upplýsingar ásamt því að skrá sig á fundinn í gegnum fésbókarsíðu ungliðahópsins, Ungliðahópur CCU. Við viljum minna á að þátttakendur þurfa ekki að greiða fyrir þátttöku í ungliðafundunum og er því bogfimin frí fyrir alla sem mæta.
Það eru 36 lönd í fjórum heimsálfum sem taka þátt í því að halda upp á 19.maí sem er aþjóðlegur IBD dagur. Þemað í ár er að lýsa upp byggingar eða þekkt kennileiti með fjólubláu ljósi og þar á meðal eru Niagarafossarnir, skakki turninn í Pisa og litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn. Vegna þess hve bjart er orðið á kvöldin hjá okkur ætlum við að nota styttur/listaverk til að vekja athygli á deginum. Nokkrar styttur í Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri og á Ísafirði skarta bolum eða slaufum í tilefni dagsins. Hvetjum við alla sem geta og vilja til að taka sjálfu með þeim eða bara af styttunum og setja á netið með merkjunum: #CCUsamtökin og #IBDdagurinn
Hér er listi yfir staðsetningar á styttum í bolum eða með slaufur:
Reykjavík:
Tómas Guðmundsson, suðurendi tjarnarinnar
Fjórar fígúrur við Perluna
Héðinn Valdimarsson við Hringbraut/Hofsvallagötu
Stytta við þvottalaugarnar í Laugardalnum
Gísli Halldórsson við Íþróttamiðstöðina í Laugardalnum
Jón Sigurðsson við Austurvöll
Ingólfur Arnarson Arnarhóli
Par í Bankastræti
Vatnsberinn við Bernhöftstorfu
Leifur heppni Hallgrímskirkja
Steinkarl með skjalatösku við tjörnina (Iðnó)
Hafnarfjörður:
Listaverk fyrir framan Súfistann, Strandgötu
Maður fyrir framan Gamla Vínhúsið
Ísafjörður:
Tvær styttur, maður og kona, við Sundhöllina
Akureyri:
Systurnar, í gilinu
Sigling, listaverk við göngustíginn við Drottingarbraut
Komið er út nýtt EFCCA tímarit þar sem farið er í meðal annars hvað er að gerast í nokkrum af aðildafélögum EFCCA. Lítillega er rætt um IBD daginn sem er 19.maí og hvað nokkur aðildafélög ætla að gera í tilefni dagsins en í ár er markmiðið að lýsa einhverja þekkta staði eða byggingar í fjólubláum lit (Hafmeyjan í Kaupmannahöfn, Niagara fossar í Bandaríkjunum og fleira). Rætt er um þá breytingu sem verður þegar sjúklingur fer úr því að vera barn í heilbrigðiskerfinu og yfir í að fara í fullorðins heilbrigðiskerfið, farið yfir mögulega ný meðferðarúrræði fyrir sjúklinga og fleira.
Næsti fundur ungliðahreyfingar EFCCA verður í Ljubliana, Slóveníu, dagana 21 til 24 júlí. Dagskrá fundarins er margvísleg, meðal annars hópavinna og fræðsla um starfsemi ungliðahópa víðsvegar um Evrópu, íþróttaleikir, skemmtikvöld og skoðunarferðir um nágrennið. Mikilvægur þáttur í svona fundi er að þar kemur saman ungt fólk frá Evrópu sem öll glíma við svipuð vandamál. Þau kynnast, deila sinni reynslu og kynnast mismunandi aðstæðum og umhverfi .
Þeir sem fara fyrir hönd CCU þurfa að útbúa stutta kynningu og plakat um starfsemi ungliðahópsins hér heima. Öll löndin sem taka þátt í fundinum þurfa að kynna sitt heimafélag og fá til þess 10 mínútur. Ef þið viljið kíkja á EYG hópinn og kynnast krökkunum þá eru þau á:
Fésbókin: “Efcca Youth Group”
Twitter: @EFCCA Youth Group
CCU greiðir allan fararkostnað og þátttökugjald fyrir tvo aðila Gert er ráð fyrir að farið sé héðan að morgni 21. júlí og heim þann 24. Slóvenska félagið sér um að greiða allan kostnað á staðnum. Við auglýsum hér með eftir tveimur einstaklingum með Crohn´s eða Colitis Ulcerosa, á aldrinum 18 til 30 ára til að fara fyrir hönd ungliðahóps CCU til Slóveníu. Nóg er að verða 18 á árinu og ekki er skylda að vera í ungliðahópnum eða félaginu þegar sótt er um. Þar sem ferðin miðast við að kynnast því hvernig hægt er að halda utan um ungliðastarf í sínu heimalandi, er nauðsynlegt að viðkomandi vilji taka þátt í að efla starfsemi hópsins hér heima eftir ferðina. Umsóknir þurfa að berast á netfangið
Sigríður Zoega ( RN, CNS og PhD ) ætlar að flytja almennt erindi um verki og verkjameðferðir á næsta fræðslufundi sem verður fimmtudagskvöldið 7.apríl. Við höfum flest öll einhverja reynslu af verkjum og verður áhugavert að heyra fyrirlestur hennar.
Fundurinn er sameiginlegur með Stómasamtökunum og hefst kl. 20.00 í húsi krabbameinsfélagsins í Skógarhlíðinni.
Hlökkum til að sjá ykkur og að venju verður kaffi á könnunni og eitthvað ljúft með.