Komið er út nýtt EFCCA tímarit þar sem farið er í meðal annars hvað er að gerast í nokkrum af aðildafélögum EFCCA. Lítillega er rætt um IBD daginn sem er 19.maí og hvað nokkur aðildafélög ætla að gera í tilefni dagsins en í ár er markmiðið að lýsa einhverja þekkta staði eða byggingar í fjólubláum lit (Hafmeyjan í Kaupmannahöfn, Niagara fossar í Bandaríkjunum og fleira). Rætt er um þá breytingu sem verður þegar sjúklingur fer úr því að vera barn í heilbrigðiskerfinu og yfir í að fara í fullorðins heilbrigðiskerfið, farið yfir mögulega ný meðferðarúrræði fyrir sjúklinga og fleira.
Næsti fundur ungliðahreyfingar EFCCA verður í Ljubliana, Slóveníu, dagana 21 til 24 júlí. Dagskrá fundarins er margvísleg, meðal annars hópavinna og fræðsla um starfsemi ungliðahópa víðsvegar um Evrópu, íþróttaleikir, skemmtikvöld og skoðunarferðir um nágrennið. Mikilvægur þáttur í svona fundi er að þar kemur saman ungt fólk frá Evrópu sem öll glíma við svipuð vandamál. Þau kynnast, deila sinni reynslu og kynnast mismunandi aðstæðum og umhverfi .
Þeir sem fara fyrir hönd CCU þurfa að útbúa stutta kynningu og plakat um starfsemi ungliðahópsins hér heima. Öll löndin sem taka þátt í fundinum þurfa að kynna sitt heimafélag og fá til þess 10 mínútur. Ef þið viljið kíkja á EYG hópinn og kynnast krökkunum þá eru þau á:
Fésbókin: “Efcca Youth Group”
Twitter: @EFCCA Youth Group
CCU greiðir allan fararkostnað og þátttökugjald fyrir tvo aðila Gert er ráð fyrir að farið sé héðan að morgni 21. júlí og heim þann 24. Slóvenska félagið sér um að greiða allan kostnað á staðnum. Við auglýsum hér með eftir tveimur einstaklingum með Crohn´s eða Colitis Ulcerosa, á aldrinum 18 til 30 ára til að fara fyrir hönd ungliðahóps CCU til Slóveníu. Nóg er að verða 18 á árinu og ekki er skylda að vera í ungliðahópnum eða félaginu þegar sótt er um. Þar sem ferðin miðast við að kynnast því hvernig hægt er að halda utan um ungliðastarf í sínu heimalandi, er nauðsynlegt að viðkomandi vilji taka þátt í að efla starfsemi hópsins hér heima eftir ferðina. Umsóknir þurfa að berast á netfangið
Sigríður Zoega ( RN, CNS og PhD ) ætlar að flytja almennt erindi um verki og verkjameðferðir á næsta fræðslufundi sem verður fimmtudagskvöldið 7.apríl. Við höfum flest öll einhverja reynslu af verkjum og verður áhugavert að heyra fyrirlestur hennar.
Fundurinn er sameiginlegur með Stómasamtökunum og hefst kl. 20.00 í húsi krabbameinsfélagsins í Skógarhlíðinni.
Hlökkum til að sjá ykkur og að venju verður kaffi á könnunni og eitthvað ljúft með.
Nýjasta fréttabréfið er komið inn þar sem dagskrá aðalfundar kemur fram og ef þig langar í stjórn endilega hafðu samband á
Fyrsta Efcca tímarit ársins er komið út þar sem eru fréttir frá aðildafélögum Efcca víðsvegar um Evrópu, fréttir um ungliðastarf sem og niðurstöður nýrra uppgötvana í heimi IBD sjúklinga hvað varðar mögulega "lækningu" og þá sérstaklega hjá börnum sem greinast með IBD.
Nú líður að aðalfundi en hann verður haldinn seinnipartinn í febrúar. Því miður þurfa tveir úr stjórninni að hætta og vantar því tvo nýja félaga í stjórn. Ef þú hefur áhuga á að starfa í stjórninni, endilega hafðu samband á
Við hlökkum til að heyra í ykkur :)
Við ætlum að hittast á fyrsta hittingi ársins á Café Meskí í Skeifunni(hjá Ísbúðinni) miðvikudaginn 24.febrúar kl. 20:00. Þetta er bara létt spjall og kannski fá sér kaffi/kakó og kökusneið. Við héldum fyrsta fundinn þarna og var stemningin góð en fámennt var þó eins og á hinum fundunum, nú er þó komið nýtt ár og nú fjölmennum við á fundi ;)
CCU samtökin voru stofnuð 26. október árið 1995 og eru því 20 ára í dag. Nú ættu allir félagsmenn að vera búnir að fá afmælisblaðið inn um lúguna með boðskorti á afmælismálþing CCU sem verður haldið þann 5. nóvember á Nauthól. Hvetjum alla sem geta til þess að mæta, hlusta á fjóra flotta fyrirlestra og þiggja veitingar á eftir. Skráning á
Heilsulæsi í þína þágu !
Minnum á fræðslufundinn næsta þriðjudag, þann 6. Október. Björn Hermannsson heilsumarkþjálfi fjallar um hvernig hægt er að bæta eigin heilsu og breyta lífsstílnum þannig að þú verðir besta útgáfan af sjálfum þér. Hann mun ræða um ýmsar hliðar IBD af eigin reynslu, benda á gagnlegar upplýsingar um sjúkdómana og svara spurningum úr sal.
Fundurinn hefst kl 20.00 í sal Vistor, Hörgatúni 2, Garðabæ.
Allir velkomnir !