
- 500 g kjúklingabringa, skorin í bita
- 1 msk hvítlauksolía
- Pasta, gluten frítt
- 260g brokkólí, niðurskorið
- 250g kent, japanskt grasker, skorið í teninga
- EÐA skipta því út fyrir annað grænmeti t.d. eggaldin
- 60g smjör
- 37g hveiti, gluten frítt
- 255 ml kjúklingasoð (skoða innihald)
- 255 ml mjólk, laktósafrí
- 120g mozzarella ostur, rifinn
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C og smyrjið eldfast mót.
- Hitið olíu á stórri pönnu og steikið kjúklingabitana í 6 mínútur eða þar til þeir eru eldaðir. Leggið til hliðar.
- Sjóðið pasta og fylgið leiðbeiningum á umbúðunum. Þegar 1-2 mín er eftir af suðutíma er grænmetinu bætt við og það léttsoðið með pastanu. Þegar pastað er tilbúið er vatninu hellt af en pastað og grænmetiið sett aftur í pottinn.
- Bræðið smjörið á meðalhita, bætið hveitinu rólega við og hrærið stöðugt í blöndunni. Bætið kjúklingasoðinu og mjólkinni við. Hrærið stöðugt þar til blandan þykknar. Setjið helminginn af mozarella ostinum út í og hrærið þar til hann er bráðinn.
- Hellið ostablöndunni í pottinn yfir pastað og grænmetið.
- Bætið kjúklingnum við og blandið saman.
- Hellið öllu yfir í eldfast mót og stráið afgangnum af mozzarella ostinum yfir.
- Bakið í 25 mín.

- 1 laxaflak (4 laxabitar)
- ¼ tsk salt
- 1 tsk pipar
- 1 msk hunang
- 1 msk sítrónusafi
- 1 msk dijon sinnep
- 1 hvítlauksgeiri, kraminn
- 2/3 bolli pistasíur, fínt saxaðar
Aðferð:
- Hitið ofninn í 175°C
- Sníðið bökunarpappír á ofnplötu og leggið laxinn þar ofaná. Kryddið vel með salti og pipar.
- Hrærið saman í skál hunangi, sítrónusafa og hvítlauknum. Bætið pistasíuhnetunum við.
- Dreifið blöndunni yfir laxinn og þrýstið niður með gaffli svo hún haldist á fiskinum.
- Bakið í um 15 mín eða þar til laxinn dettur auðveldlega í sundur með gaffli

- 125g fínt hnetusmjör
- 60 g hlynsíróp
- 1 tsk vanillu extract
- 5 rískökur (poppkex)
- Súkkulaðitoppur
- 98g dökkt súkkulaði
- 3 tsk kókosolía
- ¼ tsk sjávarsalt
Aðferð:
- Sníðið bökunarpappír í 14cm x23cm bökunarform (5.5inch x 9inch)
- Blandið hnetusmjöri, sírópi og vanilludropum saman og hrærið vel.
- Brjótið rískökurnar í stóra skál og hellið hnetusmjörsblöndunni yfir og hrærið vel.
- Hellið blöndunni í bökunarformið og dreifið jafnt út. Leggið annan bút af bökunarpappír yfir og þrýstið blöndunni í formið með höndunum. Með því eru minni líkur á að bitarnir molni í sundur þegar þeir eru skornir. Fjarlægið papprírinn.
- Setjið súkkulaðið og kókosolíuna í skál og inní örbylgjuofn eða bræðið á lágum hita yfir vatnsbaði. Ef notaður er örbylgjuofn er gott að stilla á stuttan tíma í einu (20sek), hræra á milli og endurtaka þar til súkkulaðið er bráðið.
- Hellið súkkulaðinu yfir hnetusmjörsbotninn og stráið sjávarsalti yfir. Frystið í 30 mín.
- Skerið niður í bita og njótið.

- 1-2 stk eggaldin
- 8 stk tómatar
- 200gr fetaostur
- 1 tsk ítalskt grænmetiskrydd
- Salt
- Ólívuolía
- Stillið ofninn á 200°
- Skiptið eggaldininu langsum og skerið í sneiðar
- Afhýðið tómatana og skerið í sneiðar
- Penslið formið með olíu
- Raðið grænmetinu í formið upp á rönd til skiptis
- Penslið yfir með olíu
- Skerið niður fetaost og stráið yfir
- Saltið og kryddið
- Bakið í ca. 30 mínútur

- 1 heill kjúklingur
- ¼ bolli olía
- 1 tsk sjávarsalt
- 4 ferskjur skornar
- 4 skalottlaukar (shallot) skornir í helminga
- Ferskt timjan og steinselja eftir smekk
- Leggið kjúklinginn á bringuna og klippið bakbeinið í sundur. Þetta er gert til að kjúklingurinn verði flatur í pönnunni/ fatinu.
- Leggið kjúklinginn í steinjárnspönnu eða fat.
- Nuddið með olíu og kryddið með salti.
- Dreifið kryddjurtum og ferskjum í kringum kjúklinginn.

- 1 ½ bolli möndlusmjör
- 1 tsk matarsódi (baking soda)
- 2 tsk möndlumjöl
- 2 egg
- ½ bolli hunang
- ¼ tsk salt
- Hitið ofninn í 175º C.
- Mótið bökunarpappír eftir bökunarforminu sem þið ætlið að nota og setjið í botninn (hér er notað 8 " ferkantað form)
- Blandið öllum hráefnum vel saman í skál
- Hellið deiginu í bökunarformið og bakið í 18-20 mín

2 egg
1 tsk olía (t.d. avócadóolía)
Smá laukur að eigi vali, skorinn smátt
1 lítil paprika, niðurskorin
Sveppir, niðurskornir
½ tsk Ítölsk kryddblanda (án salts)
Handfylli af spínati (fjarlægið stilkana af)
½ avócadó, skorið þunnt
Aðferð:
• Brjótið eggin í skál og hrærið- geymið til hliðar.
• Hitið olíu á pönnu og steikið paprikuna og laukinn í um 2 mínútur, hrærið reglulega.
• Bætið sveppum við á pönnuna og kryddið. Steikið þar til sveppirnir eru orðnir mjúkir.
• Bætið spínati við og hrærið í blöndunni þar til spínatið er eldað (um 2mín).
• Nú er eggjunum bætt við og blanda hrærð saman þar til eggin eru tilbúin.
• Auðvelt er að leika sér með þessa uppskrift og skipta út eða bæta við grænmetið eftir smekk. Einnig er hægt að breyta áferðinni með þvi að búa til ommilettu eða steikja eggin sér og hafa grænmetið til hliðar.
1 msk smjör/canola olía
1 baguette (4-5 bollar) skorið í litla bita
2 msk ólífuolía
1 tsk Italian Seasoning
1/2 tsk Hvítlauksduft
1/4 tsk laukduft
1/4 tsk salt
1/8 tsk svartur pipar
Stillið ofninn á 190°c.
Bræðið smjör á pönnu á meðal hita. Bætið brauðteningunum útí og dreifið ólífuolíunni yfir. Dreifið kryddinu yfir og hrærið vel í til að allir bitar fái smá af kryddinu.
Dreifið brauðteningunum á ofnplötu með bökunarpappír. Bakið í 10 mín, hrærið í og bakið aftur í 5 – 10 mín eða þangað til þeir eru gullbrúnir. Teningarnir endast í ca 1 viku í kæli.
Þýtt og staðfært út bókinni How to cook for Crohn´s and Colitis: More than 200 healthy, delicious recipies the whole family will love e. Brenda Roscher
500 gr hvítur magur fiskur
1 meðalstór laukur
1/4 tsk hvítlauksduft
2 dl ósoðin hrísgjórn
1 1/2 dl vatn
2 msk söxuð steinselja
1/2 tsk salt
1/2 tsk paprikkuduft
1/4 tsk sterk piparsósa
1. Skerið fiskinn í munnbitastærð. Blandið öllu saman í eldfastmót og hrærið vel til að merja tómatana.
2. Lokið mótinu og bakið við 190° í eina klukkustund og 25 mín eða þar til fiskurinn og hrisgrjónin eru tilbúin. Hrærið einu sinni eftir 45 mín.
Uppskriftin er fyrir 6. Í hverjum skammti eru 165 hitaeiningar, 0,1g fita, 0,5g hitaeiningar frá fitu.