Rukkun fyrir félagsgjöldunum 2014 birtist í heimabönkum félagsmanna um miðjan Júní. Eins og fyrri ár sendum við ekki út gíróseðla heldur bara rukkun í heimabanka. Síðustu ár áttu sumir í vandræðum með að greiða reikninginn en það á að vera búið að laga þá villu. Ef einhver er ennþá í vandræðum, þarf að eyða nafni félagsins í skýringum vegna úrfellingarmerkisins í Chron´s og þá á að vera hægt að greiða án vandræða.
Í tilefni af alþjóðlegum IBD degi sem er 19. maí (Inflammatory Bowel Disease) viljum við biðja alla sem geta og vilja, að setja “badge” inn á fésbókarsíður sínar og fá fólk til að deila merkinu. Með þessu viljum við reyna að auka almenna vitund á málefninu og vekja athygli á deginum. Smellið á merkið hér fyrir neðan til að sækja það og bæta því við fésbókina ykkar. Nánari upplýsingar um daginn og merkið er á fésbókarsíðunni.
Heill heimur stendur fyrir ráðstefnunni “Flott flóra - leiðin til að tóra" sem fjallar um bakteríuflóruna í meltingarveginum. Ráðstefnan verður haldin 14. maí 2014 í Salnum, Kópavogi frá kl. 13-16:30.
Nýtt EFCCA blað er komið út, hægt er að nálgast það hér
Viljum minna á að þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands flutti um sl. áramót í nýtt húsnæði að Vínlandsleið 16 í Grafarholti og er opið alla virka daga frá kl 10-15. SÍ annast framkvæmd sjúkratrygginga og slysatrygginga og því veitir nýtt þjónustuver á Vínlandsleið þjónustu m.a. vegna:
Móttöku á reikningum vegna heilbrigðisþjónustu
- Læknishjálpar
- Tannlækninga
- Lyfjamála
- Slysatrygginga
- Sjúklingatryggingar
- Hjálpartækja
- Sjúkradagpeninga
- Ferðakostnaðar
- Sjúkra-, iðju- og talþjálfunar
- Evrópska sjúkratryggingakortsins
- Endurgreiðslu erlends sjúkrakostnaðar
- Skráningar í tryggingaskrá við flutning til Íslands
Tryggingayfirlýsinga vegna ferða, flutnings og vinnu milli landa
Viljum minna á fræðslufundinn í kvöld 6. mars. Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti að halda fyrirlestur um mataræði og heilsu. Inga er einkaþjálfari og lærði næringarþerapíu í CET, eða Center for Ernæring og Terapi í Danmörku. Hún lauk námi vorið 2006.
Fundarstaður er Skógarhlíð 8, 1. hæð til hægri og hefst fundurinn kl. 20.00. Kaffi verður á könnunni, eitthvað létt og ljúff engt með og vonumst við til að sjá sem flesta.
Við viljum benda á hægt er að nálgast skýrslur stjórnar á heimasíðunni okkar undir flipanum “um samtökin”.
Í DV birtist viðtal við Guðjón Pétur Lýðsson knattspyrnumann sem greindist með sáraristilbólur, hægt er að nálgast það Sjúkdómurinn eyðilagði næstum ferlinn
Aðalfundur CCU var haldinn 11 feb. síðastliðinn. Mæting var vægast sagt mjög dræm en fundurinn fór engu síður fram eftir áður auglýstri dagskrá. Ný stjórn var kosin og í henni eru Edda Svavarsdóttir, Hrönn Petersen, Sigurborg Sturludóttir, Dagbjört Hildur Torfadóttir og Herdís Eva Hermundardóttir. Hún kemur ný inn í stjórn í staðin fyrir Þuríði Rúrí Valgeirsdóttur sem var að hætta og þökkum við henni kærlega fyrir gott samstarf undanfarin ár. Varamenn eru Hrefna B. Jóhannsdóttir og Björn Hermannsson.