Fyrirlesari á næsta fræðslufundi hjá okkur verður Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur, betur þekkt sem Ragga nagli. Hún ætlar að fara yfir streitufræðina útfrá hugrænni atferlismeðferð, jákvæðri sálfræði, núvitund (mindfulness) og öndun.
Hvaða áhrif hefur langvarandi streita á andlega og líkamlega heilsu?
Hvernig við getum styrkt grunnstoðir góðrar heilsu og mikilvægi þeirra til að koma í veg fyrir og stjórna streitu?
Hvaða viðurkenndar aðferðir róa miðtaugakerfið og koma okkur úr streituástandi yfir í rólega kerfið?
Fyrirlesturinn verður sem fyrr í sal Vistor Hörgatúni 2, Garðabæ (gengið inn frá Bæjarbrautinni) og hefst kl. 20:00.
Hvaða áhrif hefur langvarandi streita á andlega og líkamlega heilsu?
Hvernig við getum styrkt grunnstoðir góðrar heilsu og mikilvægi þeirra til að koma í veg fyrir og stjórna streitu?
Hvaða viðurkenndar aðferðir róa miðtaugakerfið og koma okkur úr streituástandi yfir í rólega kerfið?
Fyrirlesturinn verður sem fyrr í sal Vistor Hörgatúni 2, Garðabæ (gengið inn frá Bæjarbrautinni) og hefst kl. 20:00.
Aðalfundurinn verður í sal Vistor Hörgatúni 2, Garðabæ og hefst kl. 20:00. Hefðbundin aðalfundarstörf eru á dagskrá. Eftir fund verður boðið upp á smá hressingu og Kjartan Örvar meltingarsérfræðingur ætlar að vera með stuttan fyrirlestur, m.a. um Calprotec prófin. Hlökkum til að sjá ykkur. Kveðja, stjórnin
Næsti fræðslufundur CCU verður miðvikudagskvöldið 3.nóvember. Kjartan Hrafn Loftsson útskrifaðist frá læknadeild HÍ 2007 og hefur unnið sem heilsugæslulæknir í tæp 10 ár og m.a. verið rannsóknarlæknir hjá Íslenskri erfðagreiningu í eitt ár. Hann hóf störf hjá SidekickHealth á síðasta ári. Kjartan hefur verið sérlega áhugsamur um áhrif lífstíls og mataræðis á langvinna sjúkdóma og hefur rannsakað hlutverk ketnóna og næringarketóna á föstur og langlífi. Fyrirlesturinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20:00.
Þessa dagana er í gangi vitundarvakning hjá CCU samtökunum. Frá 1. til 19. maí birtast færslur með myndum og texta og Webmo sér um uppsetninguna eins og fyrri ár. Núna er viðfangsefnið IBD og geðheilsa, sem er mjög mikilvægt að huga að þegar einstaklingar eru að glíma við langvarandi veikindi. CCU samtökin eru aðildarfélag að EFCCA og taka mörg félög um alla Evrópu þátt í að vekja athygli og fræða almenning um sjúkdómana og áhrif þeirra á daglegt líf.
19. maí er alþjóðlegur IBD dagur og í tilefni hans munum við bjóða upp á fyrirlestur á zoom.
Sigurgeir Ólafsson hefur rannsakað erfðir bólgu og sjálfsofnæmissjúkdóma síðan 2014, fyrst við Íslenska Erfðagreiningu en síðar sem doktorsnemi við Cambridge háskóla í Bretlandi. Hann starfar nú við rannsóknarhóp sem hefur undanfarinn áratug verið leiðandi á heimsvísu við erfðarannsóknir á IBD. Sigurgeir ætlar að segja okkur almennt (á sem skiljanlegustu máli) hvernig svona erfðafræðirannsóknir virka, hvað þær kenna okkur og hvernig þær nýtast beint við þróun nýrra lyfja og meðferða gegn sjúkdómnum. Fyrirlesturinn verður léttur og skemmtilegur og gerir ekki ráð fyrir neinni kunnáttu í líffræði eða tölfræði. Félagmenn frá sendan link og aðgang á fundinn í email þann 19. maí, sama dag og fyrirlesturinn fer fram.
Hvetjum alla til að hlusta á fróðlegan fyrirlestur í tilefni dagsins :-)
19. maí er alþjóðlegur IBD dagur og í tilefni hans munum við bjóða upp á fyrirlestur á zoom.
Sigurgeir Ólafsson hefur rannsakað erfðir bólgu og sjálfsofnæmissjúkdóma síðan 2014, fyrst við Íslenska Erfðagreiningu en síðar sem doktorsnemi við Cambridge háskóla í Bretlandi. Hann starfar nú við rannsóknarhóp sem hefur undanfarinn áratug verið leiðandi á heimsvísu við erfðarannsóknir á IBD. Sigurgeir ætlar að segja okkur almennt (á sem skiljanlegustu máli) hvernig svona erfðafræðirannsóknir virka, hvað þær kenna okkur og hvernig þær nýtast beint við þróun nýrra lyfja og meðferða gegn sjúkdómnum. Fyrirlesturinn verður léttur og skemmtilegur og gerir ekki ráð fyrir neinni kunnáttu í líffræði eða tölfræði. Félagmenn frá sendan link og aðgang á fundinn í email þann 19. maí, sama dag og fyrirlesturinn fer fram.
Hvetjum alla til að hlusta á fróðlegan fyrirlestur í tilefni dagsins :-)